Áreynslupróf

 

Hjartalæknir er viðstaddur prófið.

Þú hjólar á hjóli eða gengur á göngubretti tengdur við hjartalínurit.

Rannsóknin tekur að jafnaði í kringum hálftíma þar af er tíminn á þrekhjólinu eða göngubrettinu að jafnaði 10-15 mín.

Við mælum með því að þú komir í þægilegum fatnaði og skóm við hæfi.

Rannsóknin er sársaukalaus en getur reynt á þrekið þitt.