Sólarhrings-blóðþrýstingsmæling

Hjúkrunarfræðingur tekur á móti þér og fræðir um eðli rannsóknarinnar. Rannsóknin felst í því að settur er á þig blóðþrýstingsmælir sem þú hefur á þér til næsta morguns.

Hann blæs lofti í mansíettu á upphandleggnum á klukkutímafresti fresti

Rannsóknin er ekki með öllu óþægindalaus þar sem mansíettan þrengir að handleggnum með reglulegu millibili. Þú kemur svo með tækið á umsömdum tíma daginn eftir og niðurstaðan er lesin af tækinu og send þeim lækni sem bað um rannsóknina.