Epatch

Um er að ræða allt að 7 daga rannsókn með þráðlausum hjartasírita sem tekur af þér hjartalínurit og er límdur á miðjan brjóstkassann. Þú mátt bæði stunda hreyfingu og fara í sturtu með þetta tæki.

Að morgni þess dags sem rannsókn lýkur tekurðu tækið sjálf/ur af þér, gengur frá honum í umslag sem þú færð með þér ásamt dagbók og skilar til okkar.

Rannsóknin er sársaukalaus og afar sjaldgæft er að fólk upplifi óþægindi undan plástrinum sem hann er festur á.

Í einhverjum tilvikum getur læknirinn þinn ákveðið að þú sért með tækið í allt að 14 daga.