Svefnrannsókn

Þú kemur til okkar og færð í hendur tösku með litlu rannsóknartæki sem mælir gæði svefns þíns yfir rannsóknarnóttina. Þú færð leiðbeiningar um hvernig þú setur tækið á þig og það sem því fylgir og svarar spurningalista. Tækinu skilarðu fyrir klukkan 10 daginn eftir og færð í kjölfarið viðtalstíma til þess að fara yfir niðurstöður rannsóknarinnar.

Rannsóknin er sársaukalaus, en í upphafi nætur getur mörgum fundist skrýtið að sofna með tækið.