Holter (hjartasíriti)

 

Um er að ræða 24 eða 48 tíma mælingu með hjartasírita sem tekur af þér hjartalínurit. Tækið er tengt með þremur leiðslum á plástra á brjóstkassann og þú færð dagbók með þér sem á að fylla út samkvæmt leiðbeiningum.

Að morgni þess dags sem rannsókn lýkur tekurðu tækið sjálf/ur af þér, hendir plásturunum heima hjá þér og skilar tækinu ásamt dagbók í síðasta lagi um 9 leytið þann dag.

Rannsóknin er sársaukalaus, en sumir upplifa kláða undan plástrunum.

Það má ekki fara í sturtu, sund eða heitan pott með tækið.