Hjartalínurit

 

Hjúkrunarfræðingur framkvæmir rannsóknina. Þú ferð úr að ofan, liggur á bekk og ert tengdur með 6 leiðslum við línuritstækið sem tekur rit af hjartslætti þínum. Rannsóknin er með öllu sársaukalaus og tekur skamma stund.