Hjartaómskoðun

Ómtæknir eða hjartalæknir framkvæmir rannsóknina.


Rannsóknin tekur að meðaltali 20 mínútur. Þú klæðist hlífðarslopp fyrir rannsóknina og þarft að liggja ýmist á baki eða hlið á meðan rannsóknin er framkvæmd. Ómhljóðnema er rennt yfir bringuna á þér og notað er vatnsgel til þess að ná betri snertingu milli húðar og ómhljóðnema. Rannsóknin er sársaukalaus en sumir finna óþægindi þegar þrýst er á brjóstkassann til þess að ná góðum myndum af hjartanu.